Karlajóga – slökun
Slökun og hugarró
Mjúkt jóga fyrir karla á öllum aldri þar sem farið er hægt og mjúklega inn í allar stöður. Frábært fyrir karlmenn sem langar að byrja að stunda jóga en telja sig ef til vill vera of stirða, sem og þá sem hafa stundað jóga í lengri tíma.
Unnið er með jógastöður, öndun og slökun með því markmiði að auka liðleika og hreyfifærni ásamt því að slaka á taugakerfinu.
Aðgangur fylgir í alla opna tíma í tímatöflu á meðan námskeiðið er í gangi.
Næsta námskeið: 6 vikur
8. apríl – 13. maí
Kennari: Guðrún Arngríms
Karlajóga slökun
6 vikna námskeið
Kennt þriðjudaga kl. 19.00
Verð kr. 18.300
