Parajóga

Notalegt og endurnærandi námskeið fyrir pör sem vilja taka frá tíma fyrir sig saman í amstri dagsins, kyrra hugann, losa um spennu og streitu og efla vellíðan. 

Í tímunum er unnið með góða blöndu af mildum og endurærandi jógaæfingum í sitjandi og liggjandi stöðum, hugleiðslu og slökun.

Hver er ávinningurinn?

Slökun á líkama og sál. Sefar taugakerfið. Betri líðan og bættur svefn.
Getur minnkað verki og aukið þol fyrir langvinnum verkjum. Betri hreyfigeta og aukinn liðleiki. 

Næsta námskeið: 6 vikur
15. janúar – 19. febrúar

Kennari: 
Hrafnhildur Reykjalín

Parajóga

Miðvikudagar kl. 19.00 – 20.00

0
    0
    Your Cart
    Your cart is emptyReturn to Shop