Jóga Vellíðan
Hlúðu að þér andlega og líkamlega í mildum og endurnærandi jógatímum.
Markmiðið er að koma sér mjúklega af stað inn í daginn, æfa sig í að hlusta á líkamann og vera til staðar á þessari stundu.
Í tímunum er unnið með góða blöndu af mildum og endurærandi jógaæfingum, hugleiðslu og slökun.
Fyrir hverja er jóga vellíðan?
Alla þá sem vilja slökun, hvíld og aukna hugarró.
Frábært fyrir þá sem eru að byggja sig upp á einhvern hátt eftir veikindi, kulnun, streitu, áföll og þá sem þurfa einfaldlega meiri ró í lífið.
Hver er ávinningurinn?
Aukin sjálfsþekking. Betri hreyfigeta og aukinn liðleiki.
Slökun á líkama og sál. Sefar taugakerfið. Betri líðan og bættur svefn. Getur minnkað verki og aukið þol fyrir langvinnum verkjum.
Kennarar:
Guðrún Arngrímsdóttir & Hrafnhildur Reykjalín
Jóga vellíðan
Miðvikudagar kl. 19.00 – 20.00