Vinnustaðarúll og liðkun
Heilsuefling á vinnustöðum er góð fjárfesting í mannauði. Vinnustaðarúll og liðkun er frábær og einföld leið til að stuðla að bættri heilsu og líðan starfsfólks.
Kennari mætir á staðinn með bolta sem notaðir eru í sjálfsnudd og leiðir starfsfólk í gegnum æfingar með boltunum ásamt einfaldri liðkun. Sjálfsnudd með boltum er frábær og auðveld leið til þess að hlúa að líkamanum hvort heldur sem er í forvarnar- eða meðferðarskyni.
Ávinningur
- aukin endurheimt og vellíðan
- eykur blóðflæði, minnkar vöðvaspennu og getur dregið úr verkjum
- aukin hreyfifærni og liðleiki
Við komum til ykkar 1x í viku
- Stakur mánuður 65.000 kr
- Áskriftarverð 50.000 kr á mánuði
Við komum til ykkar aðra hverja viku
- Stakur mánuður 35.500 kr
- Áskriftarverð 27.500 kr. á mánuði
Við komum til ykkar 1x í mánuði
- Áskriftarverð 17.500 kr á mánuði
Stakur tími
- Stakur tími 30.000 kr.
Skráning og fyrirspurnir á sjalfsraekt@gmail.com.
Hafðu samband ef um sérstakan viðburð er að ræða utan hefðbundins vinnutíma eða stærri hóp og við gerum þér tilboð.
Fyrirkomulag
3 mánaða binditími á öllum áskriftarleiðum.
Miðað við að heildarfjöldi iðkenda sé max 20 manns í hverjum tíma.
Tíminn er 25 mínútur nema um annað sé sérstaklega samið.
Mikilvægt er að nægt veggpláss sé á staðnum.