Boltar og bandvefslosun

Í þessum tímum notum við nuddbolta til að framkvæma sjálfsnudd sem miðar að því að mýkja bandvefinn. Einnig læra iðkendur góðar og gagnlegar æfingar til að auka hreyfanleika sem síðan skilar sér í aukinni líkamsvitund og bættri líkamlegri líðan.

Fyrir hverja?
Tímarnir henta öllum þeim sem vilja losa um spennu í vöðvum, auka liðleika og byggja upp grunnstyrk. Frábærir tímar sem henta t.d. þeim sem eru að byggja sig upp eftir kulnun eða meiðsli, sem og þeim sem kjósa eða þurfa af einhverjum ástæðum að fara rólega í gegnum líkamsþjálfun.

Hver er ávinningurinn?
Aukin hreyfifærni, liðleiki, endurheimt og almenn vellíðan. 

 

Boltar og bandvefslosun

 

Mánudagar kl. 16.30 – 17.30

Miðvikudagar kl. 12.10 – 12.50

Fimmtudagar kl. 16.30 – 17.30

0
    0
    Your Cart
    Your cart is emptyReturn to Shop