Sjálfsumhyggja
Við skoðum hvernig við getum komið fram við okkur sjálf líkt og við værum okkar besti vinur og hvernig það getur aukið lífsgæði okkar og ánægju að tileinka okkur aukna velvild í eigin garð. Í fyrirlestrinum verða kenndar aðferðir til þess að auka umhyggju, umburðarlyndi og skilning fyrir okkur sjálfum. Skoðum af hverju þetta getur skipt sköpum þegar kemur að andlegri vellíðan og heilsu og hversu góð áhrif það hefur á okkur að tileinka okkur þessar aðferðir.
Markmið og ávinningur:
Rannsóknir hafa leitt í ljós að aukin sjálfsumhyggja getur meðal annars dregið úr einkennum kvíða og þunglyndis og haft mjög jákvæð áhrif á andlega eiginleika eins og hamingju, bjartsýni og áhuga. Aukin sjálfsumhyggja dregur meðal annars úr sjálfsniðurrifi og streitu og eykur vellíðan og samkennd í eigin garð og til annarra.