Það hefur aldrei verið mikilvægara en nú að hlúa að heilsu og vellíðan starfsmanna. Það er allra hagur að gera vinnustaðinn að stað þar sem starfsfólk nýtur sín og líður vel.
Fyrirtæki og stofnanir sem hlúa vel að mannauð sínum fá það margfalt til baka.
Sjálfsrækt heilsumiðstöð leggur rækt við bæði líkama og huga og býður upp á margvíslega valkosti þegar kemur að því að styðja við mannauð fyrirtækja og stofnana. Starfsfólk okkar býr yfir mikilli reynslu og þekkingu á sviði heilsu og velferða og vinnur út frá fræðum jákvæðrar sálfræði og markþjálfunar.
Sjálfsrækt býður upp á fyrirlestra um heilsutengd málefni ásamt sérhæfðari námskeiðum og fræðslu fyrir vinnustaði. Þau henta mjög vel til að bjóða upp á í hádeginu, á fræðsludögum, ráðstefnum, fundum eða annars konar viðburðum.
Við komum til móts við þarfir okkar viðskiptavina og sérsníðum því fyrirlestra og tímasetningar í samræmi við þarfir hverju sinni.
Við bjóðum einnig uppá:
- Tilboð á kortum í sal fyrir þinn vinnustað
- Vinnustaðarúll og liðkun – við komum til ykkar eða þið komið til okkar
- Sjá nánar HÉR
- Slökun eða núvitundarhugleiðslu í hádeginu
- Lokuð námskeið í hreyfingu, sérsniðin fyrir þinn vinnustað
- Hópefli og gleðistundir til að þjappa hópnum saman
Skoðaðu tímatöfluna okkar!
Tökum samtalið
Saman finnum við út hvað hentar
ykkur best!