Hvaða rödd viltu hafa á öxlinni?

09. september 2021 | Fróðleikur

Kannast ekki allir við púkann á öxlinni? Röddina sem þykist vera að hvetja okkur áfram en er í rauninni bara að gagnrýna og draga okkur niður?

Veistu að þú þarft ekki að hlusta á hann? Veistu að hann hefur ekki alltaf rétt fyrir sér?

Við megum segja honum að hypja sig þegar hann byrjar að vera með leiðindi og stæla.

Væri ef til vill hjálplegt og uppbyggilegt að setja vin/vinkonu á öxlina eða jafnvel heilt klappstýrulið þegar þú þarft á að halda?

Hvað ef manneskjan sem þú verð mestum tíma með, þú sjálf/sjálfur, væri styðjandi, hvetjandi og sýndi þér væntumþykju og umhyggju?

Getur þú verið þín eigin klappstýra?

0
    0
    Your Cart
    Your cart is emptyReturn to Shop